Vilja halda í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

20070404152206146Sveitarstjórn Skagastrandar skorar á ríkisstjórn Íslands að hætta við áform um sameiningu sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðuneyta í nýtt atvinnuráðuneyti.

Sveitarstjórn telur að sú staða sem blasir við í íslensku efnahagslífi kalli enn frekar á að viðhalda öflugum sjálfstæðum ráðuneytum á sviði grunnatvinnugreina þjóðarinnar. Sveitarstjórn lítur svo á að fyrrgreindum grunnatvinnugreinum muni ætlað stórt hlutverk í endurreisn íslensks efnahags- og atvinnulífs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir