Viðurkenning vegna jólahúss ársins
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
18.01.2010
kl. 08.59
Lesendur Húnahornsins völdu Hlíðarbraut 4 sem Jólahús ársins 2009 á Blönduósi. Valið fór fram fyrir áramót. Fjölmörg hús fengu tilnefningar en eitt skaraði fram úr og var það Hlíðarbraut 4 með tæplega 50% allra tilnefninga.
Fulltrúi Húnahornsins leit við hjá þeim Hávarði Sigurjónsyni og Sólborgu Þórarinsdóttur, íbúum á Hlíðarbraut 4 fyrir helgi og afhenti þeim viðurkenningu vegna þessa. Húnahornið óskar þeim Hávarði og Sólborgu til hamingju með viðurkenninguna. Jafnframt þakkar Húnahornið öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í samkeppninni.
Feykir tekur undir hamingjuóskirnar til þeirra Hávarðs og Sólborgu
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.