Viðburðadagatal ferðaþjónustu

SSNV mun ráðast í þróun viðburðadagatals fyrir ferðaþjónustuna á starfssvæðinu á næstunni. Hugmyndin er að stofna slíkt dagatal á internetinu þar sem allir ferðaþjónustuaðilar sem áhuga hafa á að setja inn viðburði á sínum vegum hafa aðgang til að viðhalda sínu eigin efni.

 

 SSNV mun setja lausnina fram, þróa skýra og einfalda "ritstjórnarstefnu" og fá til samstarfs nokkra lykilaðila úr starfsgreininni, sem geti í framhaldinu annast umsjón með notendum og efni.

 

Lausnin sem verður notuð byggir á gjaldfrjálsri Google calendar þjónustu, sem býður upp á mikla möguleika varðandi tengingar við dagbækur í Outlook og þess háttar forritum notenda, auk möguleika á því að byggja dagatalið inn í aðrar vefsíður þar sem það uppfærist sjálfkrafa.

 

 Umsjón með verkefninu hefur Stefán Haraldsson atvinnuráðgjafi hjá SSNV: stefan@ssnv.is

 

/ssnv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir