Víða hálka á vegum

Þeir sem ætla að leggja í langferð á sumardekkjunum ættu að hugsa sig tvisvar um.

Það var flughálka á götum Sauðárkróks í morgun og þegar kíkt er á vegakortið má sjá að hálka er á Þverárfjalli, Vatnsskarði og á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks.

Hálkublettir eru á á milli Hofsós og Sauðárkróks. Greiðfært er á öðrum leiðum á Norðurlandi vestra samkvæmt korti Vegagerðarinnar en þó er hætt við að hált geti verið á vegum í innsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir