Vetrarstarf að hefjast hjá Leikfélagi Sauðárkróks
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
04.09.2017
kl. 13.33
Leikfélag Sauðárkróks er nú farið að huga að vetrarstarfinu og boðar til fundar í kvöld í gamla Tengilshúsinu eða Puffins and friends að Aðalgötu 26.
Í auglýsingu frá félaginu kemur fram að haustverkefni félagsins verði kynnt á fundinum. Einnig er óskað eftir fólki í margs kyns störf, svo sem til að leika, smíða mála, vinna við ljós og hljóð, finna og föndra leikmuni og búninga, sauma, hvísla, í miðasölu og hvað annað sem þarf til að koma sýningu á fjalirnar.
Leikfélagið beinir því til allra áhugasamra að mjög nauðsynlegt sé að þeir mæti á fundinn eða hafi samband við formanninn, Sigurlaugu Dóru í síma 862-5771 fyrir fundinn sjái þeir sér ekki fært að mæta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.