Vélsleðamenn á golfvelli
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
21.01.2010
kl. 11.51
Húni segir frá því að flötin við braut 2 á Vatnahverfisvelli sé töluvert skemmd eftir vélsleða en einhver hafði skellt sér örfáa hringi á vellinum.
Í tilkynningu frá forsvarsmönnum félagsins kemur fram að flestir ættu hins vegar að gera sér grein fyrir því að flatir á golfvöllum eru einungis ætlaðar pútterum, golfkúlum og að sjálfsögðu golfurum.
Forsvarsmenn golfklúbbsins vilja því koma því á framfæri við vélsleðamenn, að fara ekki á sleðum sínum inn á golfvöllinn, það skiptir mjög miklu máli að golfvöllurinn komi vel undan vetri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.