Velferðastjórn?
Áhrifa hinnar norrænu „velferðastjórnar“ Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er nú þegar farið að gæta. Íbúar landsbyggðinnar áttu að blæða fyrir þensluna sem þeir kynntust ekki. Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður í aðsendri grein hér á Feyki.is
Gunnar Bragi segir að það megi vera að frjálshyggjan hafi strandað en hún er þá væntanlega á sömu eyðiey og sósíalisminn. Heiðarleiki, skynsemi, samvinna og hógværð mun mestu skipta á næstu árum þegar hið nýja Ísland er mótað. Átök milli frjálshyggju og sósíalisma munu engu skila. Gunnar er ekki sáttur við þann niðurskurð sem boðaður er í heilbrigðisstofnunum í kjördæminu og hvetur íbúa landsbyggðarinnar til að mótmæla hástöfum aðför ríkisstjórnarinnar að byggðlögunum þar sem við viljum búa.
Grein Gunnars Braga getur þú nálgast HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.