vel valdar myndir frá tónleikum í Bifröst

Haldnir voru tónleikar í Bifröst laugardaginn 19. júní  sl.  

Villtir svanir og tófa, Fúsaleg Helgi, Synir Þórólfs og fleiri og fleiri spiluðu sem mest þeir máttu og úr varð hörkuskemmtilegir tónleikar.

Villtir Svanir og Tófa (VSOT), sem eru aðstandendur tónleika, sem fram fóru í Bifröst síðastliðið laugardagskvöld, vilja þakka öllum þeim hljómsveitum, dúettum og tríóum sem þar komu fram. Einnig viljum við þakka Sigurði Ingimarssyni kærlega fyrir ljósastjórnina, Fúsa Ben og Eika Hilmis fyrir þeirra þátt í hljóðstjórn, Hjalta Árna og Sigurbirni Björns fyrir ljósmyndirnar, rekstraraðilum Bifrastar fyrir frábæra samvinnu, Skottu fyrir kvikmyndatökuna og síðast en ekki síst áhorfendum sem tóku virkan þátt og sýndu velvilja og undirgefni í hvívetna.

 Á tónleikunum komu fram:
Hljómsveit Jóa Friðriks, Synir Þórólfs og Ása Svanhildur, Maggi Helga, Sandra Þorsteins og Þórólfur Stefáns, Fúsaleg helgi, Skottubandið, tríó Davíðs Jóns og Villtir Svanir og Tófa.

Fyrir hönd Villtra Svana og Tófu,
Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.

meðfylgjandi er myndasyrpa sem Hjalti Arnason tók.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir