Vel mætt á Kraft 2009

kraftur_2009Yfir 1200 manns mættu í Reiðhöllina á Sauðárkróki s.l. laugardag til að líta augum útilífssýninguna Kraft 2009 en þar sýndu nokkur félagasamtök í Skagafirði tæki sín og tól.

Að sögn Eyþórs Jónassonar framkvæmdastjóra reiðhallarinnar gekk sýningin vonum framar og var það ákveðið af þeim félagasamtökum sem að þessari sýningu stóð að endurtaka leikinn síðar. Sýningargestir komu víða að og sagði Eyþór að margir þeirra hefðu lýst ánægju sinni með sýninguna, ekki hvað síst hve fjölbreytt hún væri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir