Vel mætt á íbúafund á Hvammstanga

Á íbúafundi sem haldin var á Hvammstanga þann 15. apríl s.l. voru samankomnir tæplega 50 manns sem tóku þátt í því að móta hugmyndir að framtíðarsýn á sviði umhverfismála í sveitarfélaginu.

Stefán Gíslason og Arnheiður Hjörleifsdóttir frá UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi voru umhverfisnefndinni innan handar við undirbúning og framkvæmd fundarins en Húnaþing vestra bindur miklar vonir við að niðurstaða fundarins geti orðið skref í átt að enn umhverfisvænna og mannvænna samfélagi. Segir á heimasíðu sveitarfélagsins að það hafi verið ánægjulegt að sjá hve fólk tók virkan þátt í hópavinnunni og kom sínum áherslum á framfæri. Innan fárra daga mun birtast á síðunni samantekt fundarinns þar sem vonir eru bundnar við að geti orðið grunnur að frekari vinnu að málefninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir