Vefstjóri áminnir spjallnotendur

tindastoll Vefstjóra heimasíðu ungmennafélagsins Tindastóls þótti á dögunum rétt að minna fólk sem skrifar undir fölsku nafni á lög sem gilda í landinu um skjalafals og persónuvernd. En nokkuð hefur verið um það á spjalli félagsins að menn taki sér annarra manna nöfn þurfi að kasta óorði á félaga sinn en ungmennafélagið bíður upp á spjallsvæði þar sem óþarfi er að skrá sig undir nafni.

 

 

Benti vefstjóri notendum á að ef upp kemst um misnotkun á þessum lögum verður það tilkynnt lögreglu.  -Það er grafalvarlegt mál þegar óprúttnir aðilar skrifa óhróður um aðra undir fölsku nafni.  Verum heiðarleg í gagnrýni okkar og gerum það undir eigin nafni annars er gagnrýnin merkingarlaus og leiðinlegur lestur. Einnig er ástæða til þess að biðja fólk um að sleppa persónuníðum hér á spjallinu. Gagnrýni á vinnubrögð er allt annað og á rétt á sér ef sá sem gagnrýnir hefur hugrekki til að gera það undir eigin nafni. Að öllu þessu segðu er rétt að minna heiðarlega notendur spjallsins á að þótt þeir kannist við þau nöfn sem skrifað er undir er ekki alltaf sá sem ber nafnið sem stendur þar að baki.  Verum spök og áfram Tindastóll, segir vefstjóri í skrifum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir