Veður hamlaði ekki aðsókn í réttir

Edda Kristjánsdóttir einbeitt við að leggja fyrir skoðanakönnun!

Nemendur á námskeiðinu Hátíðir og viðburðir á Hólum lögðu á dögunum spurningakönnun fyrir gesti í  Skrapatungurétt, Laufskálarétt og Víðidalstungurétt ásamt því  að telja gesti stóðréttanna.
Er þetta annað árið í röð  sem nemendur vinna, undir stjórn Guðrúnar Helgadóttur, að rannsóknum á vettvangi stóðréttanna. Þó veður og þó sérstaklega veðurspá væri fremur óhagstæð í ár virtist það lítil áhrif hafa á gestakomu. Hólamönnum taldist til að um 2500 manns hefðu mætt í Laufskálarétt, um 900 í Víðidalstungurétt og um 600 í Skrapatungurétt. Úrvinnsla spurningakönnunarinnar er að hefjast og verður spennandi að sjá hvort ánægjan mælist jafn mikil og í fyrra eða um 95% sem voru þá ánægð með heimsóknina!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir