Vaxtasamningur styrkir Hólaskóla
Fimmtudaginn 7. janúar var undirritaður samningur á milli ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og Vaxtarsamnings Norðurlands vestra um styrk upp á 1.500.000 króna til rannsóknar á efnahagslegu umfangi, mikilvægi og eðli hestamennsku á Norðurlandi vestra.
Húnavatnssýslur og Skagafjörður eru svæði sem þekkt eru fyrir hestamennsku en haldbærar upplýsingar um umfang og samsetningu atvinnustarfsemi í tengslum við hesta á svæðinu, sem og á landsvísu, eru mjög takmarkaðar. Er verkefninu ætlað að bæta nokkuð úr þessum skorti.
Verkefnisstjóri er Ingibjörg Sigurðardóttir lektor en hún hefur ásamt samstarfsmönnum við ferðamáladeildina unnið að rannsóknum á hestaferðamennsku á undanförum árum. Áformað er að Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst komi einnig að verkefninu.
/Hólar.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.