Vaxtarsamningur Norðurlands vestra opinn fyrir umsóknir

vaxtasamningur Næsti umsóknarfrestur um styrki úr Vaxtarsamningi Norðurlands vestra rennur út 20. október nk. Hægt verður að sækja um verkefni sem tengjast menntun og rannsóknum annars vegar og ferðaþjónustu og menningu hins vegar. Í tilkynningu frá Vaxtasamningi Norðurlands segir;
 

 
Menntun og rannsóknir
Einkum koma til greina hagnýt rannsóknarverkefni sem tengjast bættri nýtingu afurða úr landbúnaði og sjávarútvegi á Norðurlandi vestra, ekki síst með tilliti til sjálfbærni, umhverfisverndar og auðlindalíftækni
uppbyggingu þekkingar og eflingu þekkingarsetra á Norðurlandi vestra.

Ferðaþjónusta og menning
Til greina koma verkefni er stuðla að eflingu ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra, einkum á sviði sagnaarfsins, íslenska hestsins, náttúru og umhverfis, og handverks.

Vaxtarsamningi Norðurlands vestra er ætlað að stuðla að uppbyggingu klasa á áðurtöldum sviðum.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér þau verkefni, sem þegar hafa hlotið styrki á vegum samningsins,
með þéttingu samstarfsnets fyrir augum.

Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Vaxtarsamnings, www.vnv.is.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri, í síma 455 7931, netfang hjordis.gisladottir@ssnv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir