Vaxandi norðaustanátt og ofankoma
Veðrið virðist vera gott þessa stundina á Norðurlandi vestra en Veðurstofan gerir ráð fyrir vaxandi norðaustanátt og ofankomu í kvöld. Annars er spáin þannig fyrir aðfangadag:
Strandir og Norðurland vestra
Vaxandi norðaustanátt og ofankoma, 18-25 m/s síðdegis með snjókomu, hvassast á Ströndum, en hægari í innsveitum. Dregur úr vindi og úrkomu í nótt. Norðaustan 8-13 m/s og él á morgun. Frost 0 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag (annar í jólum):
Norðaustan 8-13 m/s og él víða um land, en bjart veður á S- og V-landi. Hiti kringum frostmark.
Á sunnudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en stöku él við sjávarsíðuna. Kólnar talsvert.
Á mánudag:
Suðaustanátt með snjókomu á S- og V-landi, en annars hægviðri og skýjað með köflum. Talsvert frost.
Á þriðjudag:
Hægviðri og él á víð og dreif. Kalt í veðri.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir vestlæga átt með hlýnandi veðri og ofankomu V-til á landinu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.