Vantar þig góðan áburð ?

landnamshaena1Nú stendur yfir hreinsun í hænsnahúsinu á Tjörn á Vatnsnesi og leggst mikið til að spónum sem eru blandaðar driti úr hænunum. Þetta er afskaplega góður áburður, þurr og léttur og auðveldur í meðförum.

 Á vef landnámshænunnar er að finna fróðleik frá Júlíusi bónda en þar segir að spænirnar séu hrein náttúruafurð og að hænsnadrit sá besti áburður sem hægt er að fá og hugsa sér og hentar mjög vel á allan gróður eins og t.d. tré, runna, blómabeð og ekki hvað síst í matjurtagarðinn. Sem dæmi nefnir Júlíus að hann hafi fengið um 200 kg kartöfluuppskeru í haust en sett voru niður 12 kg af útsæði.

 /Landnámshænan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir