Val á íþróttamanni ársins fer fram 27. desember
Þann 27. desember nk. verður tilkynnt um hverjir hljóta titlana íþróttamaður- , lið- og þjálfari Skagafjarðar árið 2019 við hátíðlega athöfn í Ljósheimum kl. 20:00. Valið er samstarfsverkefni UMSS og Sveitafélagsins Skagafjarðar en valnefnd kýs rafrænt eftir kynningu á tilnefningum aðildarfélaga UMSS. Í valnefndin sitja stjórn UMSS, forstöðumaður frístunda og íþróttamála Sveitarfélagsins Skagafjarðar, ritstjóri Feykis og félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar.
Tíu aðildarfélög UMSS og þeirra deildir eiga rétt á að tilnefna aðila, lið og þjálfara sem þeir vilja að hljóti þennan heiður.
Tilnefndir til Íþróttamanns Skagafjarðar 2019 eru í stafrófsröð:
Arnar Geir Hjartarson kylfingur
Bryndís Rut Haraldsdóttir fótboltamaður
Ísak Óli Traustason frjálsíþróttamaður
María Finnbogadóttir skíðamaður
Mette Moe Mannseth hestamaður
Viðar Ágústsson körfuknattleiksmaður
Tilnefnd til liðs ársins 2019 eru:
Golfklúbbur Skagafjarðar - kvennasveit GSS
Ungmennafélagið Hjalti, Blakfélagið Krækjur - kvennasveit
Ungmennafélagið Tindastóll knattspyrnudeild - meistaraflokkur kvenna
Ungmennafélagið Tindastóll körfuknattleiksdeild - meistaraflokkur karla
Tilnefndir til þjálfara ársins 2019 eru:
Guðni Þór Einarsson og Jón Stefán Jónsson knattspyrnuþjálfarar meistaraflokks kvenna – Knattspyrnudeild Ungmennafélags Tindastóls
Sigurður Arnar Björnsson frjálsíþróttaþjálfari meistaraflokks – Frjálsíþróttadeildar Ungmennafélags Tindastóls
Einnig verða veitt Hvatningarverðlaun UMSS en þau hljóta íþróttamenn á aldrinum 12-17 ára aðilinn þarfa að vera áhugasamur, með góða ástundun, sýna góða hegðun innan vallar sem utan, vera góður félagi og teljast vera góð fyrirmynd annarra unglinga. Í ár verða fjórtán ungmennum veitt þessi viðurkenning innan aðildarfélaga UMSS.
Keppendur í Landslið Íslands hjá aðildarfélögum UMSS hljóta einnig viðurkenningu fyrir þátttöku sína með Landsliði síns sérsambands, í ár eru átta einstaklingar veitt þessi viðurkenning fyrir sína frammistöðu.
Styrkir úr Afreksmannasjóði UMSS verða úthlutaðir til fimm afreksíþróttamanna innan sambandsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.