Væru ekki sauðfjárbændur ef þau væru ekki bjartsýn

Ingveldur og yngri börnin tvö. MYND AÐSEND
Ingveldur og yngri börnin tvö. MYND AÐSEND

Áfram tökum við stöðuna á bændum og nú eru það hjónin Ingveldur Ása og Jón Ben eru bændur á Böðvars-hólum í Húnaþingi vestra og búa þar ásamt börnum sínum þrem Margréti Rögnu, Klöru Björgu og Sigurði Pétri. Þau hjónin eru bæði búfræðingar frá Hvanneyri og Ingveldur er líka þroskaþjálfi. Þau eru sauðfjárbændur og reka hundahótel og vinna þau bæði utan bús Jón við verktöku og Ingveldur vinnur í leik og grunnskólanum á Hvammstanga.

Hvernig gengur í sveitinni? Er eitthvað búið að verið að byggja eða breyta eða laga undanfarið eða undanfarin ár? „Við græjuðum hundahótel í gömlu minnkahúsi og opnuðum það árið 2022. Erum að laga gólfið í fjárhúsunum hjá okkur og erum búin að útbúa fleiri beitarhólf.“

Var fyrri sláttur seinni í ár en fyrri ár? „Fyrri sláttur var mikið seinni í ár eins og hjá flestum og lítil spretta framan af en háin kemur betur út.“

Spurð út í það hvort þau sjái fram á minni hey þá var mikið kalið hjá þeim í vor þannig að sennilega verða fyrningar ekki miklar næsta vor. Spurð út í stöðuna á seinni slætti segja þau að hann hljóti að klárast fyrir jól.

Að lokum voru þau spurð hvort þau væru bjartsýn á framhaldið og ekki stóð á svari þar. „Alltaf bjartsýn, annars værum við sennilega ekki sauðfjárbændur,“ sem eru senni-lega svolítið sönn lokaorð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir