Útivistarhópur í rafting
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.09.2009
kl. 08.27
Útivistahópur FNV lagði vatn undir bát í síðustu viku og brunaði í blíðskaparveðri á gúmmíbátum niður Jökulsá vestari.
Fram kemur á heimasíðu FNV að það hafi verið látið vaða á súðum og öllum helstu flúðum í ánni gerð góð skil. Óhætt er að segja að allir hafi skemmt sér hið besta og flestir létu sig vaða fram að klettinum ofan í ólgandi jökulsána.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.