Útflutningsverðmæti á kindakjöti stóreykst

Kjötafurðastöð 015Hagstofan hefur gefið út tölur um útflutning í nóvember og liggja þá fyrir tölur fyrstu 11 mánuði ársins 2009. Útflutningur á kindakjöti var 2.269 tonn þessa 11 mánuði að verðmæti um 1.270 milljónir króna (FOB). 

Að auki voru flutt út 528 tonn af sviðum og innmat að verðmæti rúmar 89 milljónir króna (FOB). Þetta er tæplega 40% magnaukning í kjöti miðað við sömu mánuði árið 2008 og 140% magnaukning í sviðum og innmat. 

Meðalverð á kjötkíló var 559 krónur (FOB) á tímabilinu en það skal tekið fram að um er að ræða allar afurðir sem fluttar voru út og magnið er ekki umreiknað yfir í heila skrokka.  Meðalverð á innmat og sviðum var 169 kr (FOB). 

Helstu markaðir voru þessir:
a) Sem hlutfall af verðmæti (5% eða meira)

1. Noregur 25.5%
2. Spánn 18.3%
3. Færeyjar 18.1%
4. Bretland 17.8%
5. Japan 7.5%
6. Bandaríkin 5.4% 

7.4% skiptast á 14 önnur lönd 

b) Sem hlutfall af magni (5% eða meira)

1. Bretland 32.5%
2. Noregur 16.3%
3. Spánn 14.1%
4. Færeyjar 14.0%
5. Víetnam 5.6%
6. Japan 5.2% 

12.2% skiptast á 14 önnur lönd.

/saudfe.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir