Úrslit skeiðkeppninnar hjá Kjarval

kjarvalFöstudaginn 25. september hélt skeiðfélagið Kjarval opið skeiðmót á svæði hestamannafélags Léttfeta á Sauðárkróki. Aðal styrktaraðili mótsins var Úlfurinn spóna - og kögglasala.  "Úlfurinn grimmur sparnaður" ulfurinn.is.

 

Mótið tókst í alla staði mjög vel, og náðust þokkalega góðir tímar þrátt fyrir leiðindar veður. En hvað eru menn að láta veðrið fara í taugarnar á sér um Laufskálaréttarhelgina, spyrja mótshaldarar.

 Hér koma helstu tímar mótsins. 

Sigurvegarar í 250 m skeiði, Jón og Korri, Elvar og Ljár, Stefán og Blakkur,

250m skeið

1. Stefán Birgir Stefánsson, Blakkur frá Árgerði - 24,41
2. Elvar E. Einarsson, Ljár frá Búðardal - 26,84
3. Jón Geirmundsson, Korri frá Sjávarborg - 27,20

 

Sigurvegarar í 150m skeiði, Tryggvi og Funi, Ragnar og Gríður, Bjarni og Hrund.

150m skeið

1. Bjarni Bjarnason, Hrund frá Þóroddsstöðum - 15,44
2. Ragnar Tómasson, Gríður frá Kirkjubæ - 15,45
3. Tryggvi Björnsson, Funa frá Hofi - 15,74

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir