Úr skuldum í jafnvægi

Garðar messar yfir Húnvetningum.  mynd: Farskolinn.is

Námskeiðið ,,Úr skuldum í jafnvægi" hefst í Farskólanum þriðjudaginn 29. september. Námskeiðið er ætlað almenningi sem hefur áhuga á því að koma fjármálum sínum í lag.

Leiðbeinandi er Garðar Björgvinsson, fjármálaráðgjafi. Námskeiðið verður haldið hjá Farskólanum - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra við Faxatorg á Sauðárkróki. Gengið er inn að austan eða frá Skagfirðingabraut.

Námskeiðið hefst kl. 17:30 og stendur til rúmlega 20:00. Kennt verður fjögur kvöld: þriðjudagskvöldin: 29. september. 6. október, 13. október og 20. október.

Skráningum lýkur kl. 12:00 mánudaginn 28. september.

Námskeiðið kostar 5.000 kr og heitt verður á könnunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir