Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs GS
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
18.09.2009
kl. 11.52
Uppskeruhátíð fyrir barna- og unglingastarf Golfklúbbs Sauðárkróks verður haldin sunnudaginn 20. september n.k. á Hlíðarendavelli.
Mæting er kl.13 við golfskálann og vill golfklúbburinn sjá sem flesta foreldra með börnum sínum. Farið verður í skemmtilega keppni þar sem bæði börn og foreldrar spila saman. Að því loknu verður hin eiginlega uppskeruhátíð með tilheyrandi veitingum þar sem að veittar verða viðurkenningar fyrir sumarið.
Svo er bara að klæða sig eftir veðri en veðurspáin er reyndar ágæt fyrir helgina. Áætlað er þessu ljúki um kl.16.
Allir sem að tekið hafa þátt í barna-og unglingastarfi sumarsins eru hvattir til að mæta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.