Uppselt á Frostrósir

Frostrósir eiga örugglega eftir að taka sig vel út á sviðinu í Miðgarði.

Mogginn segir frá því að fjári vel hafi gengið að selja miða á tónleika Frostrósa sem fram fara víðsvegar um landið í byrjun desember en miðasalan hófst í gærmorgun. Til að mynda voru auglýstir tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð þann 7. desember en allir miðar kláruðust á fyrsta klukkutímanum í sölu, líkt og á tónleika Frostrósa á Eskifirði og Egilsstöðum.

Ekki er ljóst hvort bætt verður við tónleikum í Miðgarði en fyrirhugað er að fjölga tónleikum á Egilsstöðum, Eskifirði og í Laugardalshöllinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir