Uppsagnir hjá Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
08.01.2010
kl. 16.42
Rúv segir frá því að Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi hefur sagt upp 14 starfsmönnum en um leið boðið þeim endurráðningu með styttri vinnutíma. Stofnuninni er gert að spara um 50 milljónir króna á þessu ári miðað við útgjöld síðasta árs.
Sparnaðarkrafan er um 11 % af veltunni en það ku vera talsvert hærra hlutfall en annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Valbjörn Steingrímsson forstjóri HSB segir óhjákvæmilegt að draga úr launakostnaði til þess að láta enda ná saman en starfsmenn eru um sjötíu talsins. Hann segir að stöðugildum við stofnunina fækki um sjö til átta á árinu að óbreyttu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.