Upplestur í Heimilisiðnaðarsafninu

HeimilisiðnaðarsafniðÍ dag klukkan 16:00 verður lesið úr nýútkomnum bókum í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.
Hjálmar Jónsson les úr bók sinni Hjartsláttur. Kolbrún Zophoníasdóttir les úr bókinni  Vefnaður eftir Halldóru Bjarnadóttur. Kristín Guðjónsdóttir les úr bókinni  Karlsvagninn  höf: Kristín Marja Baldursdóttir. Haukur á Röðli les úr samnefndri bók eftir Birgittu Halldórsdóttur.
Allir velkomnir, ókeypis aðgangur -  súkkulaðidrykkur, kaffi, te og jólasmákökur í boði safnsins. Vefnaðarbókin á tilboðsverði í safninu, Laufabrauðsviskastykkin aftur fáanleg og einnig Blönduóssbolirnir og sitthvað fleira eigulegt og gott til jólagjafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir