Upp skalt á kjöl klífa í kvöld
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
08.01.2010
kl. 09.01
Í kvöld mun Karlakórinn Heimir úr Skagafirði halda tónleika í Félagsheimilinu Hvammstanga undir heitinu "Upp skalt á kjöl klífa". Þeir Óskar Pétursson og Ásgeir Eiríksson munu sjá um einsöng með kórnum og Thomas R. Higgerson um undirleik.
Verkið var flutt í Miðgarði um síðustu helgi og fékk mjög góða dóma áhorfenda. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30.
Karlakórinn er nú á tónleikaferðalagi en hann mun syngja í Langholtskirkju í Reykjavík laugardaginn 9. janúar kl. 16:00.
Stjórnandi er Stefán R. Gíslason en handritagerð annaðist Agnar H. Gunnarsson sem einnig er lesari ásamt Hannesi Erni Blandon.
Hljóðmynd gerði Arnar Halldórsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.