Ungnautalund og Kit-kat ísterta

Benedikt Rúnar Egilsson verslunarstjóri hjá K.S. og Ásbjörg Ýr Einarsdóttir snyrtifræðingur á Sauðárkróki eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni og bjóða okkur upp á nautapiparsteik m/piparostasósu og Kit-kat ístertu.

Nautapiparsteik m/piparostasósu
fyrir 5-6

  • 6 stk. steikur úr ungnautalund (c.a. 200gr.)
  • 2msk malaður pipar og salt

Piparnum og saltinu blandað saman. Takið lundirnar og nuddið upp úr piparnum og látið standa í 10-15 mín. Steikið á pönnu í c.a. 3-4 mín. á hvorri hlið.

Piparostasósa

  • 1stk piparostur
  • 1 peli rjómi

Osturinn er skorinn í litla bita, settur í pott og rjóminn settur útá og brætt saman. Gott að bera fram með smjörsteiktum sveppum, grilluðum kartöflum og fersku salati.

Kit-kat ísterta

  • 5stk Kit-kat súkkulaði
  • 60 gr. smjör lint
  • 1l. vanilluís
  • 150 frosin jarðaber (má nota önnur ber)

Myljið 3 Kit-kat súkkulaði og hrærið smjörinu saman við. Hellið blöndunni í smelluform og þrýstið jafnt á botninn. Sett í kæli. Látið ísinn mýkjast. Skerið 2 Kit-kat í litla bita og hrærið saman við ísinn, ásamt mestöllum berjunum. Ísinn settur ofan á blönduna í smelluforminu, jafnið út, skreytið með berjum og frystið

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir