Unglingaflokkur af stað um helgina

karfa_unglingaUnglingaflokkur Tindastóls í körfuknattleik hefur leik í Íslandsmótinu á laugardag. Unglingaflokkur karla keppir fyrsta leik sinn í Íslandsmótinu á laugardaginn þegar lið ú körfuboltaakademíu Fjölbrautaskóla Suðurlands, FSu, kemur í heimsókn.

Axel Kárason mun þarna stýra mönnum sínum í fyrsta leik keppnistímabilsins en unglingaflokkurinn er skipaður drengjum frá 16 ára til tvítugs. Í liðinu eru leikmenn sem æft hafa með meistaraflokki í sumar og haust og má þar helst nefna Sigmar Loga, Halldór Halldórs, Hrein Gunnar, Einar Bjarna, Pálma Geir, Benedikt, Hákon Má og Þorberg í viðbót við nokkra aðra og því má búast við vel skipuðu liði gegn hinum spræku Suðurlandsdrengjum.

Leikurinn er settur á kl. 15 á laugardaginn, en verið getur að hann verði færður til kl. 16 en það verður nánar auglýst hér á heimasíðunni.

Körfuknattleiksáhugamenn eru hvattir til að koma og berja þessa næstu kynslóð meistaraflokksleikmanna augum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir