Unglambaskinn í fatalínu Eggerts feldskera
Í gær var kynnt ný fatalína er nefnist Born Again þar sem flíkur úr unglambaskinnum er aðaluppistaðan en skinnin eru af lömbum sem drepast við burð eða skömmu eftir hann.
Verkefnið er unnið í samstarfi Eggerts feldskera, Helgu Björnsson, fatahönnuðar í París, Landssamtaka sauðfjárbænda og Loðskinns á Sauðárkróki. Eggert segir í viðtali við Vísi.is í dag að Íslendingar átti sig ekki alltaf á því hvað þeir eru með mikil verðmæti í kringum sig en fatnaðurinn sem hann kynnti í gær er afrakstur fyrsta ársins í þriggja ára tilraunaverkefni.
Bændur fá greiddar 1.250 krónur fyrir skinnið, en þurfa sjálfir að sjá um fláningu og að koma því í sútun.
Gunnsteinn Björnsson hjá Loðskinni sagði í samtali við Feyki.is fyrr á áruinu að alls hafi um 2000 skinn verið sútuð í ár. Vel gekk að fá bændur til að taka þátt í verkefninu en skinnin eru af þeim lömbun sem létust skömmu eftir eða við burð. -Frágangur skinnanna var ásættanlegur en í einhverjum tilfellum þarf að laga fyrirristuskurðina, segir Gunnsteinn og telur að ekki ætti að vera flókið mál að fá tíuþúsund skinn í verkefnið ef bændur fást til að taka þátt í því.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.