Ungir framsóknarmenn vilja Guðmund Steingrímsson burt

Stjórn félags ungar framsóknarmanna í Skagafirði þakka kjósendum Framsóknarflokksins fyrir stuðninginn í nýafstöðnum sveitarstjórnar kosningum og óskar jafnframt Skagfirðingum til hamingju með áframhaldandi Framsókn í firðinum fagra.

Árangur flokksins á landsvísu var góður og það er gaman að sjá, flokkurinn er með hreinan meirihluta í 3 sveitarfélögum og er í oddastöðu í mörgum sveitarfélögum, hinsvegar gekk okkur ekki jafnvel allstaðar og er það miður.

Viðbrögð manna eru skiljanlega misjöfn en að okkar áliti þá gekk Guðmundur Steingrímsson þingmaður flokksins í NV-kjördæmi of langt þegar hann gaf það til kynna í fjölmiðlum í dag að formaður flokksins ætti að víkja. Þessu erum við alfarið andvíg og lýsum yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins og forystu flokksins í heild. Ekki er sanngjarnt að reyna að klína innanflokks átökum og valdabaráttu sem flokkseigendafélagið hefur staðið fyrir í Reykjavík á nýja og glæsilega forystu flokksins, hreinsunnar starfið er hafið og því þarf að ljúka.

Út með spillinguna úr Framsókn!

Stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Skagafirði skorar því á Guðmund Steingrímsson að segja af sér þingmennsku nú þegar og halda aftur í sinn gamla flokk Samfylkinguna. Okkur er það fullljóst að Guðmundur er ekki kominn í Framsóknarflokkinn til að vinna af heilindum með flokknum.

Stjórn Félags Ungra Framsóknarmann Skagafirði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir