Ungir framsóknarmenn á móti ESB

Stjórn félag ungra framsóknarmanna í Skagafirði samþykkti ályktun á stjórnarfundi sínum föstudaginn 15. maí þess efnis að ekki sé vænlegt að ganga til aðildaviðræðna við Evrópusambandið að svo stöddu.

Ályktunin er svohljóðandi: "Stjórn félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði leggst alfarið gegn aðildarviðræðum að Evrópusambandinu og ítrekar þannig fyrri ályktannir félagsins, einnig telur stjórn félagsins að það séu mörg brýnni verkefni sem alþingi þarf að vinna á sumarþingi.

Stjórn félagsins hvetur þingmenn flokksins til þess að hafna í atkvæðagreiðslu tillögum utanríkisráðherra um aðildarviðræður að Evrópusambandinu þar sem að með þeim viðræðum sé fullveldi þjóðarinnar stefnt í voða."

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir