Undravélin afhent ríkisstjórninni?

Undravélin Stjórn Leikfélags Sauðárkróks íhugar að afhenda ríkisstjórn landsins þessa glæsilegu undravél um miðjan nóvember, þegar sýningum á barnaleikritinu Rúa og Stúa er lokið. 

Uppfinningamennirnir Rúi og Stúi hafa smíðað vél sem hreinlega reddar öllu fyrir bæjarbúa, prjónar sokka, gerir við gleraugu, hellir upp á kaffi og ýmislegt fleira.  Á fjölum Bifrastar lenda Rúi og Stúi reyndar í smávægilegum vandræðum með vélina, en þegar sýningum lýkur ætti hún að vera komin í gott lag og fullbrúkleg til að minnka atvinnuleysi, lækka stýrivexti og sinna fleiri aðkallandi verkefnum fyrir land og þjóð.

undravelin 2Þeir sem vilja sjá vélina í notkun áður en hún fer til höfuðborgarinnar ættu að skoða heimasíðu Leikfélags Sauðárkróks www.skagafjordur.net/ls og fylgja leiðbeiningum í þaula.

g&b

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir