Undirskriftalistar enn uppi vegna niðurskurðar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
03.11.2009
kl. 11.23
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun á Blönduósi og Skagaströnd til að mótmæla ósanngjörnum niðurskurði á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi enn einu sinni.
Samkvæmt tillögum frá heilbrigðisráðuneytinu er HSB ætlað að spara það mikið að allt útlit er fyrir því að segja þurfi upp fólki til að mæta þeim niðurskurði. Ætlunin er að listarnir verði uppi við fram yfir helgi en þá verður farið með þá til Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra og þingmanna kjördæmisins og þeir afhentir til að undirstrika óánægju og mótmæli heimamanna. Nú ríður á að almenningur í sýslunni standi saman við að mótmæla þessum áformum ríkisstjórnarinnar.
fh. undirskriftarhópsins
Bóthildur Halldórsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.