Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra

hunathingv_logoEigendur þriggja heimila fengu umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra sem voru að þessu sinni veittar í lok árs í stað sumarloka áður. Allir þessir aðilar hafa hugað vel að umhverfinu sem ber þeim öllum gott vitni um atorku og umhyggju fyrir snyrtilegu og fallegu umhverfi.

Eftirtaldir hlutu umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra árið 2009:

Laugarbakki

Gunnar Kristófersson og Guðrún Sigurðardóttir fyrir fallegan og gróin garð við heimili sitt Laugarbakka sem stendur við Reykjagrund á Laugarbakka.

 

Brekkugata

Valgerður Valgeirsdóttir og Guðmundur St. Sigurðsson fyrir fallegan garð við heimili þeirra að Brekkugötu 14 Hvammstanga.

Brautarland

Benedikt Steindórsson og Þórey Eyjólfsdóttir fyrir Brautarland í Víðidal fyrir fallegt og snyrtilegt umhverfi og skemmtilega ásýnd. þau eru búsett í Garðabæ.

Allir þessir aðilar hafa hugað vel að umhverfinu sem ber þeim öllum gott vitni um atorku og umhyggju fyrir snyrtilegu og fallegu umhverfi og fengu þau afhent viðurkenningarskjöl sem vottar það.

Í nefndinni um veitingu viðurkenninganna sátu: Ína Björk Ársælsdóttir, Erla Björg Kristinsdóttir, Hulda Einarsdóttir og Sigríður Hjaltadóttir.

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir