Umferðaróhöpp í hálkunni í gær
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
18.01.2010
kl. 10.00
Vísir.is segir frá því að þrjár ungar konur hafi sloppið ótrúlega vel, að sögn sjónarvotta, þegar bíll þeirra valt út af veginum á Holtavörðuheiði, nærri Miklagili í gærkvöldi og fór að minnstakosti tvær veltur.
Þær voru útskrifaðar eftir aðhlynningu á heilsugæslustöð og mildi þykir að tvennt skyldi sleppa ómeitt í gærkvöldi, þegar bíll þeirra rann af Skagastrandarvegi, þvert yfir þjóðveginn og fór þaðan í loftköstum niður háan kant uns hann staðnæmdist á hjólunum úti í mýri.
Rétt er að fara varlega en víða er hált og hálkublettir á vegum norðanlands.
/vísir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.