Um áttatíu sýnendur á Skagafjörður lífsins gæði og gleði
feykir.is
Skagafjörður
19.04.2010
kl. 12.16
Um áttatíu fyrirtæki og stofnanir í Skagafirði munu taka þátt í sýningunni SKAGAFJÖRÐUR - Lífsins gæði og gleði
sem haldin verður í Síkinu á Sauðárkróki um helgina.
Á sýningunni munu sýningaraðilar kynna fyrir íbúum í Skagfirði og gestum þeirra það sem í boði er í Skagafirði, hvort sem um er að ræða vöru, þjónustu eða annað. Sýnendum er heimilt að selja vörur eða gefa sýnishorn. Frítt verður inn á sýninguna fyrir gesti. Samhliða sýningunni fer fram málþing um atvinnumál og nýsköpun, auk þess sem gefið verður út kynningarblað um Skagafjörð og athafna- og menningarlíf þar. Blaðinu verður dreift um land allt í vikunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.