Tvö töp hjá Tindastóli
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.04.2010
kl. 11.31
Tindastóll lék í Lengjubikarnum um helgina og voru þar bæði m.fl. kvenna sem og m.fl. karla á ferðinni. Máttu bæði liðin sætta sig við ósigur.
M.fl. kvenna lék við Völsung frá Hússavík og fór leikurinn fram í Boganum á Akureyri. Þrátt fyrir mikla baráttu Tindastólsstúlkna tapaðist sá leikur 0-3.
M.fl. karla lék við Hött frá Egilsstöðum og tapaðist sá leikur 1-4 eftir að Kristinn Aron hafði komið Tindastóli yfir snemma í leiknum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.