Tveir nýliðar í Útsvarsteymi Skagfirðinga

Nú er hin æsispennandi spurningakeppni Útsvar farin af stað að nýju í Sjónvarpi allra landsmanna. Skagafjörður mun senda harðsnúið lið í þáttinn líkt og síðustu ár.
Fyrirliði liðsins verður Ólafur Sigurgeirsson líffræðingur sem hefur varið heiður Skagfirðinga síðan að þættirnir hófu göngu sína.

Með honum í þetta skiptið verða þau Inga María Baldursdóttir háskólanemi og Kristján B. Jónasson bókaútgefandi.  
Skagfirðingarnir munu etja kappi við Hornfirðinga í Sjónvarpinu laugardaginn 31. október  og hafa því góðan tíma til æfinga áður en þessar gráu verða teknar til kostanna fyrir framan alþjóð.

Fyrir þá sem koma af fjöllum varðandi nýliðana þá má geta þess að Inga María er dóttir Billa á Vörumiðlun og Maríu Halla Malla í Þreksporti. Kristján B er aftur á móti sonur Jónasar í Samlaginu og Völlu í Skagfirðingabúð.

Heimild: Skagafjörður.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir