Tortillas lasange og alvöru skyrkaka

Þessa vikuna eru það Axel Eyjólfsson og Ósk Bjarnadóttir á Sauðárkróki sem bjóða upp á gómsæta rétti. Tortillas lasange með nautahakki og ostasósu og alvöru skyrkaka í eftirrétt.

Tortillas lasange með nautahakki og ostasósu
Uppskrift fyrir fimm

  • 450gr. nautahakk
  • 5 stk Tortilla 10“
  •  2 ½ dl. taco sósa, mild eða hot eftir smekk
  • ½ dl. tómatpúrra
  • 2 laukar
  • Lítil dós gular baunir
  • 1 paprika
  • 1 tsk. salt
  • 1 msk. hvítlaukur
  • 25gr. matarolía til steikingar

Ostasósa

  • 10 gr. smjör
  • 1 msk. hveiti
  • 2 ½ dl. upphituð mjólk
  • 2-3 dl. tilbúin ostasósa

Steikið lauk , gular baunir , papriku, nautahakk og tómatpúrru í matarolíu.  Bætið við tacosósu, salti og hvítlauk.  Steikið í u.þ.b. 3 mínútur. Hitið smjörið í potti og blandið saman við hveiti.  Hrærið mjólkinni saman við og látið malla við vægan hita í u.þ.b. 3 mínútur.  Blandið nú við ostasósunni og bragðbætið með salti.  Hellið þunnu lagi af ostasósu í eldfast mót.  Setjið á víxl tortillur, kjöt og ostasósu.  Hafið seinasta lagið með ostasósu. Skreytið með tómatsneiðum og rifum osti.  Hitið í ofni í 15 mínútur, við 200°C. Berið fram með salati og hvítlauksbrauði.

 

Eftirréttur

Alvöru skyrkaka

Hráefni:

  • 1 pakki kanilkex frá Lu, mulið (Bastogne)
  • 80 g brætt smjör
  • 5 dl rjómi, þeyttur
  • 500 g KEA vanilluskyr
  • 3 msk. bláberjasulta
  • 150 g bláber
  • 200 g jarðarber

Aðferð:

Blandið kexmylsnunni og smjörinu saman og þrýstið á botninn á vel smurðu smelluformi. Hrærið rjómann varlega saman við vanilluskyrið og hellið ofan á kexbotninn. Setjið bláberjasultuna gætilega ofan á, ásamt bláberjum og jarðarberjum sem hafa verið skorin í bita. Það er í góðu lagi að útbúa skyrtertuna daginn áður, en hún þarf allavega að standa í kæli í 3-4 klukkustundir áður en hún er borin fram.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir