Tónleikar til styrktar Júlíusi á Tjörn
Styrktartónleikar verða haldnir nk. Laugardag 5. júní, kl. 20:30 í félagsheimilinu Ásbyrgi þar sem allur ágóði mun renna til Júlíusar Más Baldurssonar ræktanda lndnámshænunnar.
Eins og menn muna brunnu útihúsin á tjörn sem hýstu hænur og öll tæki og búnað til kaldra kola. Tjónið var mikið og ljóst að uppbygging verður dýr þó eitthvað fáist út úr tryggingum.
Það er heimafólk sem mun skemmta á tónleikunum því við erum svo rík af tónlistarfólki, segir á Norðanáttinni.
Miðaverð er kr 1500,- en líka er hægt að styrkja landnámshænuna á styrktarreikningi kt. 011260-2259 í banka 1105-15-200235.
-Fallega hugsað og fallega gert þegar fólk styður við hvort annað eftir óhöpp í lífinu, sagði Júlíus við Feyki.is og byður fyrir góðar kveðjur til allra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.