Tölvur og farsímar endurnýttir
Tíundu bekkingar Grunnskóla Húnaþings vestra hyggjast hefja nýstárlega fjáröflun með því að safna gömlum fartölvum og GSM símum sem ekki eru lengur í notkun og koma þeim í endurvinnslu. Ágóðinn rennur í ferðasjóð bekkjarins.
Fyrirtækið Græn framtíð annast flutning á tækjunum til viðurkendra endurvinnslufyrirtækja en það félag hefur sérhæft sig í þeim geira. Heilir símar og tölvur nýtist áfram í þróunarlöndum en íhlutir úr ónýtum tölvum nýttir í annan búnað.
Íbúar Húnaþings vestra sem vilja losna við gömlu tækin sín eru hvattir til að koma með þau á jólamarkaðinn sem verður nú um helgina í Félagsheimilinu Hvammstanga milli kl. 14 og 18. Þar verða 10. bekkingar með kaffihús og munu krakkarnir taka á móti tækjunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.