Tólf nemendur luku 300 kennslustunda námi
Miðvikudagskvöldið 14. apríl luku tólf námsmenn Grunnmenntaskólanum á Sauðárkróki. Grunnmenntaskólinn er 300 kest nám sem styrkt er af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Helstu námsgreinar eru: sjálfsstyrking, íslenska, enska, stærðfræði, framkoma og ræðumennska, þjónusta og tölvugreinar. Námið er metið til allt að 24 framhaldsskólaeininga og er ætlað þeim eru 20 ára og eldri.
Að þessu sinni luku 12 námsmenn náminu. Umsjónarmaður Grunnmenntaskólans var Ásdís Hermannsdóttir, grunnskólakennari og kenndi hún einnig íslensku og verkefnavinnu. Aðrir kennarar voru: Margrét Arnardóttir, Jóhann Ingólfsson, Þorsteinn Hjaltason, Sigríður Svavarsdóttir, Bryndís Þráinsdóttir og Jón Ormar Ormsson.
Á hausti komanda verður haldið 300 kest námskeið ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum" sem er nokkurs konar framhald af Grunnmenntaskólanum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.