Tjaldað yfir nýju útilaugina
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
21.09.2009
kl. 09.54
Húni.is segir að nokkrir hafi hrokkið við í síðustu viku er þeir áttu leið framhjá nýbyggingu sundlaugarinnar á Blönduósi og héldu um stund að bæjarstjórnin hefði ákveðið að breyta útaf upphaflegri ákvörðun sinni að byggja útisundlaug.
Sú hugsun varði hins vegar ekki lengi þegar það kom í ljós að einungis var búið að tjalda yfir sundlaugina þannig að hægt væri að hefja flísalögn. Næstu 6 vikur verða pottarnir, sundlaugin og vaðlaugin flísalögð. Hér má sjá þetta fína samkomutjald sem búið er að tjalda yfir laugina.
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.