Tindastólssigur á Króknum - Tindastóll 3 - Léttir 0
Strákarnir í Tindastól komu sterkir til baka eftir slæmt tap í Borgarnesi um síðustu helgi og gjörsigruðu lið Léttis í gær með þremur mörkum gegn engu. Í gær skipuðu í byrjunarliðið í fyrsta sinn á Íslandsmóti bræðurnir, Aðalstein, Árni og Atli Arnarsynir.
Tindastólsmenn voru sterkari frá fyrstu mínútum leiksins og allt til loka hans og úrslitin sanngjörn. Tindastóll stillti upp eftirfarandi byrjunarliði: Arnar Magnús, Árni Arnars, Bjarki, Donni, Konni, Árni Einar, Alli, Atli Arnars, Arnar, Sjonni og Ingvi Hrannar. Á bekknum voru: Simmi, Stefán Arnar, Kári, Marri og Guðni en þeir tóku allir þátt í leiknum.
Tindastóll byrjaði leikinn ágætlega og fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós þegar yngsti leikmaður vallarins, Atli Arnarson ( 16 ) skoraði sitt fyrsta mark fyrir m.fl. og kom Tindastólsmönnum í 1-0. Árni Einar skoraði síðan annað mark liðsins þegar hann setti knöttinn glæsilega í vinkilinn beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig.
Í seinni hálfleik hélt ´Tindastólsliðið áfram að sækja og uppskar sitt þriðja mark um miðjan seinni hálfleikinn þegar Ingvi Hrannar skoraði fallegt mark utan af vængnum. Tindastólsliðið hélt áfram að sækja eftir þetta en náði ekki að skora fleiri mörk í leiknum.
Tindastólsliðið virkaði áætlega. Arnar Magnús greip oft vel inní og átti fínan leik eins og svo oft áður. Bjarki kom aftur inn í vörnina og átti ljómandi góðan leik eins og Donni og Konni. Árni Arnarson kom sterkur inn í bakvörð en þessi leikmaður hefur verið lengi frá vegna meiðsla og var gaman að sjá kappann aftur á vellinum. Árni Einar var duglegur á miðjunni ásamt þeim Alla, Atla og Arnari sem allir stóðu fyrir sínu. Arnar sem er eldfljótur hefði með smá heppni getað skorað í leiknum en heppnin var ekki með honum að þessu sinni. Sjonni var líka afar óheppinn en hann hefði svo sannarlega átt að skora amk. eitt mark og komst nærst því þegar boltinn skoppaði í stöngina. Ingvi Hrannar hefði með smá heppni getað skorað annað mark sitt í leiknum undir lokin en skot hans úr góðu færi fór yfir.
Tindastóll er með 12 stig eftir 5 leiki og hefur skorað 16 mörk og fengið á sig 3. Liðið hefur leikið fimm leiki, mest allra liða í riðlinum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.