Tindastóll/Neisti – Draupnir í kvöld

Í kvöld klukkan 20:00, taka stelpurnar í Tindastóli/Neista á móti Akureyrarliðinu Draupni í fyrstu deild kvenna. Stelpurnar okkar hafa enn sem komið er ekki unnið leik í deildinni en eru orðnar svangar í sigur og munu mæta dýrvitlausar til leiks í kvöld.

 

Stelpurnar eru stigalausar í 6. Sæti deildarinnar með markahlutfallið 1-6 en Draupnir sem er sæti ofar með þrjú stig eru með markahlutfallið 2-34 þannig að búast má við því að Tindastóll/Neisti vilji bæta við seinni töluna hjá þeim.

 Stelpunum okkar hefur gengið vel í VISA-bikarnum og eiga erfiðan leik á sunnudag á móti Grindavík sem leikur í Pepsideildinni og ætti enginn að láta þann leik fram hjá sér fara

Feykir.is sendir stelpunum baráttukveðjur og skorar á alla að mæta á völlinn í kvöld og öskra frá sér lungun.

Áfram  Tindastóll

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir