Tindastóll tapaði fyrir KS/Leiftri.
Ungt lið Tindastóls lék sinn fyrsta leik í Soccerademótinu á Akureyri um helgina þegar liðið tók á móti sameiginlegu liði KS/Leiftri. Til að gera langa sögu stutta þá fór leikurinn 3 - 4 fyrir nágrönnum okkar í Fjallabyggð.
Leiklýsingu fengum við lánaða af heimasíðu Tindastóls.
-Það voru 17 leikmenn sem fóru norður: Arnar Magnús Róbertsson, Óli Grétar Óskarsson, Bjarki Már Árnason, Hallgrímur Ingi Jónsson, Gísli Rúnar Óskarsson, Kári Eiríksson, Valgarður Einarsson, Ingvi Hrannar Ómarsson, Atli Arnarson, Árni Arnarson, Björn Ingi Óskarsson, Bjarni Smári Gíslason, Gunnar Stefán Pétursson, Ólafur Hafsteinsson, Óskar Smári Haraldsson, Fannar Freyr Gíslason og Ingvar Björn Ingimundarson.
Leikurinn var ágætur hjá báðum liðum og sanngjörn úrslit hefðu átt að vera jafntefli en um það er ekki spurt. Tindastóll skoraði 3 mörk en andstæðingurinn 4.
KS/Leifur komst yfir í leiknum þegar við misstum boltan um 10 metrum fyrir utan vítateig okkar og þeir komust í gegn og skora.
Árni Arnarson skoraði þá stórglæsilegt mark af um 30 metra færi þar sem hann klíndi boltanum upp í samskeytin. Gjörsamlega óverjandi fyrir hvaða markmann sem var. Eitt fallegasta mark sem sést hefur og fyrnafast.
Aftur gerum við okkur seka um mistök og andstæðingarnir refsa með marki og komast yfir.
Þannig er staðan í hálfleik.
Ingvi Hrannar jafnar leikinn í byrjun þess seinni eftir góðan undirbúning. Aftur komast andstæðingarnir yfir og bæta svo fjórða markinu við.
Það var síðan Óskar Smári sem skoraði þriðja mark Tindastóls og þar við sat.
Það er svosum ekki miklu við að bæta. Tindastóll spilaði með mjög ungt lið enda mun 2. flokkurinn ásamt einhverri hjálp, spila þetta mót.
Þeir geta bara verið nokkuð sáttir, það þarf að slípa nokkra hluti en allt lofar þetta góðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.