Tindastóll - Njarðvík í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
14.01.2010
kl. 11.42
Tindastóll fær þá grænklæddu úr Njarðvík í heimsókn í Síkið í kvöld, en Njarðvík er eitt af þremur toppliðum deildarinnar ásamt Stjörnunni og KR með 20 stig. Fyrsti heimaleikur Kenney Boyd.
Njarðvíkingar fengu Nick Bradford til sín um síðustu helgi og lék hann gegn ÍR á mánudaginn. Það er því ljóst að andstæðingurinn er nokkuð sterkur að þessu sinni og eins gott að strákarnir í Tindastóli eigi betri leik en gegn Grindavík s.l. sunnudag. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.