Tindastóll - KR í kvöld

Frá móti á Ísafirði: Mynd KFÍ

Annar heimaleikur Tindastóls í körfubolta verður í kvöld. Andstæðingar verða íslandsmeistararnir í KR. KR hefur unnið báða sína leiki hingað til, en Stólarnir hafa tapað báðum sínum gegn sterkum andstæðingum. Tindastóll verður enn án erlends miðherja i leiknum, en eins og kunnugt er kemur Ricky Henderson ekki og unnið er að því að fá annan í hans stað.

KR liðið er töluvert breytt frá síðasta vetri. Stórir póstar eins og Jón Arnór, Jakob og Helgi eru farnir erlendis og Pálmi Sigurgeirsson fór í Snæfell. Þá hætti Benedikt Guðmundsson með liðið og Páll Kolbeinsson tók við. Tindastólsmenn þekkja Palla vel því hann lék með liðinu á árum áður ásamt því að þjálfa það á tímabili. Í stað þeirra leikmanna sem fóru fékk KR tvo erlenda leikmenn, þá Tommy Johnsson og Semaj Inge. Þá skipti Jón Orri Kristjánsson í KR frá Þór Akureyri. Einnig kom Finnur Atli Magnússon til baka frá námi erlendis. Tommy lék áður með Keflavík hér á landi.

KR vann báða leikina síðasta tímabil, en í heimaleiknum í nóvember 2008 stóðu Stólarnir lengi vel í KR, en stórleikur Jóns Arnór skipti sköpum fyrir KR sem unnu að lokum 70 -96 eftir að staðan að loknum þriðja fjórðungi var 60 - 62. Í DHL höllinni unnu KR-ingar 16 stiga sigur 96 - 80.

Hópurinn hjá Tindastóli er: Axel, Pálmi, Einar Bjarni, Sigmar, Helgi Freyr, Friðrik, Svavar, Hreinn, Sveinbjörn, Halldór, Helgi Rafn og Michael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir