Tindastóll í erfiðum málum

Það gengur ekki alveg nógu vel hjá okkur mönnum í Tindastól þessa dagana. Spurning um að fjölmenna öll sem eitt á næsta leik og gefa þeim þann kraft sem þarf til að snúa stöðunni sér í vil

Lið meistaraflokks Tindastóls rær nú lífróður í botnbaráttu 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu og situr nú í næstneðsta sæti með 17 stig. Næstir fyrir ofan er lið Magna frá Grenivík með 19 stig en botninn vermir Hamar frá Hveragerði með 13 stig.

Það er því ljóst að Tindastóll verður að bretta upp ermar og vinna alla sína þrjá leiki sem eftir eru til þess að halda sér í deildinni. Tindastóll keppir við Magna á laugardag á Grenivík og þar verður að öllum líkindum hart barist um stigin þrjú. Möguleikar Tindastóls eru þó til staðar ef Magni tapar öllum sínum leikjum en Tindastóll næði þremur stigum og væri það að sjálfsögðu vænlegt fyrir Skagfirðingana. Næsti leikur Tindastóls verður í kvöld á Sauðárkróksvelli á móti KS/Leiftri  kl 18.30 og að sjálfsögðu eru allir hvattir til að mæta og hvetja strákana af fullum þunga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir